fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Albert og Lárus spara ekki stóru orðin í hálfleik og tveir fá sérstaklega á baukinn – „Refsið mönnum fyrir þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. júní 2025 19:55

Albert Brynjar Ingason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið átti ekki merkilegan fyrri hálfleik gegn Norður-Írum og fengu á baukinn frá sérfræðingum í hálfleik.

Liðin eigast nú við í vináttulandsleik ytra og er seinni hálfleikur nýhafinn. Staðan er 1-0.

„Mér finnst þetta bara átakanlega lélegt. Við byrjuðum af krafti en svo fjaraði þetta hratt út,“ sagði Albert Brynjar Ingason í setti Stöðvar 2 Sport í hálfleik.

„Við vorum að fá stöður vinstra megin en Logi (Tómasson) er bara búinn að vera skelfilegur. Hann er alveg kraftlaus þegar hann reynir að taka menn á, þegar hann kemst í fyrirgjafastöður eru sendingarnar bara lélegar. Þetta er annar leikurinn í röð sem hann byrjar og er slakur,“ sagði Albert enn fremur og á við leik Loga gegn Kósóvó.

Lárus Orri Sigurðsson er með Alberti í setti að vanda og tók hann í sama streng. Lét hann Arnór Ingva Traustason þá heyra það, en hann missti boltann á slæmum stað í marki Norður-Íra.

„Arnór Ingvi missir boltann beint fyrir framan vörnina og við fáum mark á okkur. Nú vil ég að Arnar setji fótinn niður og taki hann út af. Refsið mönnum fyrir þetta. Þetta má ekki gerast.“

Þess má geta að Arnar tók Arnór Ingva af velli í hálfleik fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“