fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands – Bestur á erfiðu kvöldi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. júní 2025 20:50

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Norður-Írum í vináttulandsleik ytra í kvöld. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Fyrri hálfeikur Íslands var mjög dapur og skoraði Isaac Price eina mark hans á 36. mínútu. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn einnig illa en eftir tæpan klukkutíma leik fékk Brodie Spencer í liði Norður-Íra beint rautt spjald fyrir brot á Hákoni Arnari Haraldssyni, sem var af dómara leiksins talinn vera kominn í upplagt marktækifæri.

Við þetta vöknuðu Strákarnir okkar aðeins en það varði ekki nógu lengi og tókst þeim ekki að nýta sér það.  Lokatölur því 1-0 fyrir heimamenn. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en alvaran tekur við í undankeppni HM í haust.

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Ekki mikið við Hákon að sakast í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Gerði sitt, vann skallaeinvígi sín og tæklingar.

Sverrir Ingi Ingason – 6
Átti fína vakt í hjarta varnarinnar og gerði sig einnig gildandi í föstum leikatriðum hinum megin á vellinum.

Daníel Leó Grétarsson (62′) – 5
Heldur „shaky“ á köflum og gerði ekki nóg til að halda sæti sínu í hjarta varnarinnar þegar alvaran tekur við í haust.

Logi Tómasson – 4
Var í tómu brasi í kvöld. Sendingar hans virtust ekki geta ratað á réttan mann, fyrirgjafir hans voru kraftlausar og svo mætti áfram telja.

Willum Þór Willumsson (62′) – 5
Komst ekki í takt við leikinn í kvöld.

Arnór Ingvi Traustason (46′) – 4
Átti erfitt uppdráttar og gerði afdrifarík mistök í aðdraganda marks Norður-Íra.

Hákon Arnar Haraldsson – 5
Mjög týndur í fyrri hálfleik. Vann aukaspyrnuna sem uppskar rauða spjald heimamanna og tók aðeins við sér eftir það.

Albert Guðmundsson (73′) – 6
Var með skárri mönnum í lélegu liði Íslands í fyrri hálfleik en dró af honum þegar leið á leikinn.

Jón Dagur Þorsteinsson (62′) – 5
Fann sig ekki hægra megin á vellinum, kom sér ekki í þær stöður sem hann kemur sér svo gjarnan í þegar hann spilar hinum megin.

Andri Lucas Guðjohnsen – 7
Fylgdi flottri frammistöðu gegn Skotum eftir með góðum leik í kvöld. Sýndi mikinn dugnað að vanda, pressaði um allan völl og var líklegur. Var hársbreidd frá því að skora, en bjargað var á marklínu frá honum í seinni hálfleik.

Varamenn
Ísak Bergmann Jóhannesson (46′) – 6
Þórir Jóhann Helgason (62′) – 5
Kristian Hlynsson (62′) – 5
Mikael Anderson (62′) – 6
Sævar Atli Magnússon (73′) – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“