fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Vilhjálmur segir ekkert bóla á þessu loforði ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júní 2025 20:30

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“

Þetta stendur orðrétt í 23. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins frá 21. desember síðastliðnum.

Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins, er farið að lengja eftir því að þetta loforð um óháða úttekt á krónunni verði uppfyllt.

„Þetta var mikilvægt loforð – en hvar er sú skýrsla nú? Það var sérstaklega lagt upp með að þessi úttekt ætti að hefjast strax í upphafi kjörtímabilsins, en enn hefur ekkert heyrst um stöðu málsins,“ segir Vilhjálmur í pistli á Facebook-síðu sinni.

Hann segir það gríðarlega mikilvægt að þessi úttekt fari fram af óháðum erlendum aðilum. Neytendur og heimili landsins hafi beðið lengi eftir því að fá á borðið raunsæja óháða greiningu á því hvort íslenska krónan sé að valda meiri vanda en hún leysir.

„Það er ekki boðlegt að heimilin búi áfram við okurvexti, verðtryggingu, fákeppni og óstöðugleika án þess að fá skýra mynd af því hvort þetta eigi rót sína að rekja til gjaldmiðilsins sjálfs. Sumir segja að það sé krónunni sjálfri um að kenna að hér ríki fákeppni á flestum sviðum,“ segir Vilhjálmur og bætir við að nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin standi við loforðið og upplýsi um stöðu málsins.

„Hvenær verður þessi úttekt af óháðum erlendum sérfræðingum kynnt og hvar stendur málið í dag? Það er réttlætiskrafa neytenda og heimila að fá þessi svör upp á borðið,“ segir Vilhjálmur en í dag eru liðnir 165 dagar síðan stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila