fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn segist mögulega hafa gert mistök með liðsvalinu – ,,Maður tekur ákvarðanir og stendur og fellur með þeim“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. júní 2025 20:28

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands, ræddi við RÚV í kvöld eftir tap stelpnanna gegn Frökkum í Þjóðadeildinni.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Frakka sem þýðir það að Ísland endar riðlakeppnina án sigurs og gerði fjögur jafntefli ásamt því að tapa tveimur.

,,Við byrjuðum illa, féllum af þeim og þorðum ekki að stíga upp en svo unnum við okkur ágætlega inn í fyrri hálfleikinn og ljúkum honum vel,“ sagði Þorsteinn.

,,Við náðum að skapa færi undir lok hálfleiksins en við vorum svolítið off með boltann, fyrsta snerting og svoleiðis. Í seinni hálfleik var vandamálið það að við vorum ekki að taka boltann niður og vorum að flýta okkur of mikið á köflum.“

Þorsteinn var svo spurður út í það hvort það hefðu verið mistök að byrja ekki með Söndru Maríu Jessen í leiknum en hún kom inná sem varamaður í seinni hálfleik.

,,Já eflaust, það er hægt að skoða það allt saman en það er bara eins og það er og maður tekur ákvarðanir og stendur og fellur með þeim.“

,,Það eru leikir í keppninni sem við áttum að vinna frekar en að gera jafntefli en þetta er niðurstaðan og við þurfum að fara í umspil í haust og vinna það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“