fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Þorði ekki að fara út vegna ótta um áreiti: Mikið talað um útlit hans á yngri árum – ,,Ég var hjálparlaus“

433
Sunnudaginn 1. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Chadwick, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um mjög erfiða tíma sem hann upplifði sem táningur.

Chadwick fékk mikið áreiti á sínum yngri árum en fólk var mikið í því að gera grín að útliti leikmannsins sem starfar í dag í sjónvarpi og lagtði skóna á hilluna fyrir löngu síðan.

Chadwick lenti í einelti og áreiti er hann var að hefja sinn knattspyrnuferil en sem betur fer þá kom hann sterkari til baka og átti fínasta feril að lokum.

,,Þegar maður er 19-20 ára gamall þá áttu þetta að vera bestu ár lífs míns en það entist ekki lengi,“ sagði Chadwick.

,,Ég vildi ekki fara út í búð og ég vildi ekki fara út með vinum mínum. Ég vildi vera heima því ég var svo hræddur um hvernig fólk myndi tala um útlitið mitt.“

,,Ég gat ekki talað við neinn um þetta – ekki einu sinni fjölskyldu eða vini, þetta var svo óþægilegt svo ég hélt þessu fyrir mig.“

,,Ég var hjálparlaus því ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu, ég vildi bara að þetta myndi hætta.“


Eftir komu til Manchester United þá batnaði ástand Chadwick en hann var í skugganum á öðrum mun frægari leikmönnum á þessum tíma.

,,Það var ekki þar til ég samdi við United að ég gat endurbyggt sjálfstraustið. Sviðsljósið var ekki á mér jafn mikið og áður.“

,,Mér leið alltaf eins og ég væri frjáls á vellinum og það var eini staðurinn þar sem ég gat hugsað um fótboltann og ekkert annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“