fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Hörmung í háloftunum – Farþegi reyndi að draga flugfreyju með sér

Pressan
Laugardaginn 31. maí 2025 16:30

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

24 ára karlmaður á yfir sér ákæru eftir að hafa dregið flugfreyju eftir gangi flugvélar á meðan á flugi stóð. Julius Jordan Priester, karlmaður frá Kansas í Bandaríkjunum var handtekinn og ákærður vegna atviksins, en flugvélin flaug frá Bradley alþjóðaflugvellinum í Windsor Locks, Connecticut, samkvæmt yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu. 

Þann 27. maí var Priester um borð í flugi American Airlines á leið til Chicago. Þegar liðnar voru 30 mínútur af fluginu stóð hann upp, byrjaði að klæða sig úr skyrtunni og hljóp aftast í flugvélina og öskraði: „Hjálpið mér.“

Saksóknarar segja að Priester hafi síðan gripið flugfreyju, sem sat í sæti sínu, og öskrað: „Þú kemur með mér,“ og þvingað hana í gólfið. Hann er síðan sagður hafa reynt að draga flugfreyjuna upp vélarganginn. 

Nokkrir farþegar gripu inn í og ​​gátu komið Priester aftur í sæti sitt, segir í yfirlýsingunni. Yfirvöld segja að hann hafi haldið áfram að haga sér með árásargjörnum hætti og gefið frá sér  yfirlýsingar. 

Flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi og var vélinni snúið aftur til Bradley flugvallar. Eftir að flugvélin lenti var Priester fjarlægður af lögreglunni í Connecticut og fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á staðnum til skoðunar.

Priester sat í gæsluvarðhaldi þar til yfirheyrslur fóru fram í gær. Hegðun sem þessi, afskipti af flugliða og flugþjónum, varða að hámarki 20 ára fangelsi.

American Airlines sagði að það „þoli ekki ofbeldi,“ í yfirlýsingu til CBS News. „Við þökkum liðsmönnum okkar fyrir fagmennskuna og viðskiptavinum okkar fyrir aðstoðina,“ bætti flugfélagið við. 

Mál Priester er til rannsóknar hjá FBI og lögreglunni í Connecticut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi