fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Hættir afar óvænt og fær hressilega á baukinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. maí 2025 17:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski markvörðurinn Mary Earps hefur lagt landsliðshanskana á hilluna þegar aðeins nokkrar vikur eru í EM í Sviss.

Ákvörðunin kemur mikið á óvart, en hin 32 ára gamla Earps var í hópi Englands sem vann EM 2022 og fór alla leið í úrslitaleik HM ári síðar.

Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, fór aðspurð ekki leynt með vonbrigði sín í garð Earps fyrir ákvörðun sína.

Earps hefur þá fengið á baukinn frá einhverjum frá því hún tilkynnti um ákvörðun sína, til að mynda í blaðinu Telegraph.

Þar er hún sökuð um eigingirni því hún hafi hætt með landsliðinu þar sem hún átti ekki að vera fyrsti kostur í markið í Sviss í sumar.

Earps er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi, en hún var þar áður hjá Manchester United í nokkur ár.

England hefur leik á EM 5. júlí, en liðið er í afar sterkum riðli með Frökkum, Hollendingum og Wales. Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í mótinu einnig og er með Noregi, Finnlandi og heimakonum Sviss í riðli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta