Skelfilegt atvik kom upp í Liverpool fyrir skömmu þegar karlmaður ók í gegnum þvögu af stuðningsmönnum sem fagna Englandsmeistaratitli knattspyrnuliðsins um þessar mundir.
Hundruðir þúsunda fylltu götur Liverpool í dag til að hylla liðið. Atvikið, sem átti sér stað á Water Street í miðborginni, hefur þó sett svartan blett á daginn.
'We heard screams and saw that a car ran over people.'
Eyewitness Natasha Rinaldi describes an incident near the Liverpool Football Club parade after reports of a car collision with a number of pedestrians. pic.twitter.com/UYGcGoHvwc
— Sky News (@SkyNews) May 26, 2025
Lögregla hefur gefið út yfirlýsingu og þar segir að karlmaður hafi verið handtekinn í kjölfar þess að hafa ekið á gangandi vegfarendur. Ekki hefur komið fram hversu margir eru slasaðir eða hvort einhver sé látinn.
Þó nokkrir Íslendingar eru á svæðinu og samfélagsmiðlastjarnan Reynir Bergmann tjáði sig til að mynda um það á Instagram, auk þess sem hann birti myndband af atvikinu. Það má sjá hér neðar.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir hug sinn hjá öllum þeim sem slösuðust og fólkinu í kringum það.