Vinslit Megan Markle og fyrrverandi ritstjóra breska Vogue, Edward Enninful, rista dýpra en aðeins það atvik að hann gat ekki sett hana á forsíðu blaðsins árið 2022.
PageSix fjallar um málið og segir Markle hafa gefið Enninful langan lista yfir kröfur sínar og hún hafi einnig reynt að draga Anna Wintour, ritstjóra bandaríska Vogue í málið.
Daily Mail greindi frá því í síðustu viku að Markle og Enninful hafi áætlað að Markle yrði í breska Vogue í september 2022. Viðtalið myndi innihalda framkomu Markle á One Young World Summit ráðstefnunni í Manchester og myndi vera fjallað um hana með „víðtækum hætti í tímaritinu og stafrænum útgáfum þess.“
Markle vera á forsíðu blaðsins, en Enniful var þegar með fyrirsætuna Linda Evangelista bókaða, sem varð til þess að Markle vildi ekki lengur vera með í september blaðinu og sleit vinskapnum við Enninful.
PageSix segir þetta ekki einu ástæðuna fyrir vinaslitunum. Markle mun einnig hafa viljað „alþjóðlega forsíðu“ það er að hún væri á forsíðu breska og bandaríska Vogue samtímis, auk þess sem hún lagði fram lista yfir kröfur sínar.
„Meghan vildi ráða vali á ljósmyndara, blaðamanni, lokaútgáfu umfjöllunarinnar, myndum, fyrirsögnum og vera á forsíðum beggja blaða,“ segir heimildarmaður PageSix.
Kröfur sem enginn ritstjóri myndi samþykkja. „Enginn getur sett svona kröfur. Ekki einu sinni Beyoncé,“ segir heimildarmaðurinn.
Markle mun einnig hafa átt einkasamtal við Wintour á Zoom til að reyna að selja henni hugmyndina.
„Anna hafði ekki áhuga,“ segir heimildarmaðurinn og bætir við að bandaríska tímaritið hafi þegar bókað sína forsíðukonu, tennisstjörnuna Serena Williams. „Meghan bað um Zoom með Önnu til að endurskoða það og Anna tók samtalið til að vera kurteis.“
Adele er eina stjarnan sem hefur verið á forsíðum tímaritanna á sama tíma, í Bandaríkjunum og Bretlandi, þegar blöðin komu út í nóvember árið 2021.
Annar heimildarmaður segir Markle aldrei hafa sóst eftir að vera á forsíðu Vogue og að það hafi verið tímaritið sem leitaði til hennar margoft eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins.
Enninful bað Markle um að vera á forsíðu bresku Vogue útgáfunnar „Forces for Change“ árið 2019, en hún kaus að vera gestaristjóri frekar.
Markle var á stafrænni forsíðu bandaríska tímaritsins the Cut í september 2022, á þeim tíma sem hún var að kynna hlaðvarpið sitt „Archetypes“ sem síðar varð ekkert úr. Meghan var einnig bókuð á forsíðu Variety þann mánuðinn, en henni var frestað í mánuð eftir andlát Elísabetar drottningar.
Heimildarmenn greina frá því Markle og Enninful, sem gekk úr ritstjórastól breska Vogue í febrúar, talist ekki lengur við.
„Hertogaynjan og teymi hennar höfðu miklar væntingar og bjuggust við að hún gæti fengið prentaða forsíðu eða að minnsta kosti stafræna forsíðu, en Enninful gat ekki staðið við þær væntingar. Hann var þegar með tímaritsforsíðu bókaða fyrir þann mánuð. Edward var reiður yfir því að hafa tapað verkefninu, sem og stjórnarmenn útgáfunnar. Allt ferlið varð mjög erfitt. Edward gat aðeins lofað henni stórum áberandi þætti í tímaritinu og á netinu, en Markle hafnaði því.“
Þrátt fyrir ofangreindar fullyrðingar Page Six greina þeir einnig frá því að heyrst hafi að samband Markle og Enninful hafi „haldist hlýtt og virðingarvert“ í gegnum árin, þar sem þau skiptist á afmælisóskum og blómum.