Tölfræðiveitan Opta hefur opinberað lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni ef litið er ítarlega í gögnin.
Meistararnir í Liverpool eiga flesta fulltrúa eða fjóra, þá Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Ryan Gravenberch og Mohamed Salah.
Arsenal, sem hafnaði í öðru sæti, á þá tvo fulltrúa í þeim William Saliba og Declan Rice, en hér að neðan má sjá liðið.