Matheus Cunha verður fyrsti leikmaðurinn sem Manchester United kaupir í sumar en hann kemur til félagsins frá Wolves.
Cunha hefur samþykkt fimm ára samning á Old Trafford og er búist við því að kaupin gangi í gegn í vikunni.
Cunha hefur fengið loforð frá Manchester United um að leika í treyju númer 10 á næstu leiktíð.
Marcus Rashford hefur verið í þeirri treyju síðustu ár en ekki er búið að selja hann frá félaginu.
Cunha mun kosta 62,5 milljónir punda en búist er við að Rashford fari frá United í sumar en ekki er vitað hvert. Hann var á láni hjá Aston Villa síðustu mánuði en ólíklegt er að þeir kaupi hann.