Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona Íslands var mætt til Englands um helgina þar sem unnusti hennar Rob Holding var að spila mikilvægan leik.
Holding er leikmaður Sheffield United en liðið tapaði í úrslitum gegn Sunderland um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Holding var ónotaður varamaður í leiknum en Sveindís fer með honum í gleðskap eftir leik eftir vonbrigðin.
Nokkrir stuðningsmenn Sheffield hafa látið í sér að heyra að leikmennirnir hafi farið að skemmta sér saman eftir vonbrigðin.
Sveindís mætti með Holding í gleðskapinn en landsliðskonan er á leið á Evrópumótið með íslenska landsliðinu.
Sveindís og Holding hafa verið saman undanfarna mánuði en Holding lék lengi vel með Arsenal en er í eigu Crystal Palace.
@charliebarriball4 Sheffield United Players clearly taking the Failure from Wembley well🙃