Victor Lindelöf er að fara frítt frá Manchester United og er í dag er hann orðaður við Bayer Leverkusen.
Erik ten Hag fyrrum stjóri United var ráðinn til starfa hjá Leverkusen í dag.
Lindelöf lék stórt hlutverk hjá United hjá Ten Hag en hann fær ekki boð um nýjan samning á Old Trafford.
Jonathan Tah miðvörður Leverkusen er að fara frítt til FC Bayern og því vantar Leverkusen að fá inn miðvörð.
Lindelöf er enn á bestra aldri en hann var í átta ár hjá Manchester United og var yfirleitt í stóru hlutverki.