fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Trump segir að Pútín sé genginn af göflunum – Varar við því að hann sé að stuðla að falli Rússlands

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. maí 2025 07:50

Donald Trump vandar Pútín ekki kveðjurnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist vera búinn að fá nóg af Vladimír Pútín Rússlandsforseta ef marka má færslu forsetans á samfélagsmiðli sínum Truth Social.

Rússar héldu áfram hörðum árásum sínum á Úkraínu um helgina en Trump hefur lagt sig fram um að miðla málum og stuðla að friði á milli ríkjanna. Þeir áttu gott tveggja klukkustunda spjall á mánudag og vonaðist Trump til að það myndi leiða til þess að ríkin settust að samningaborðinu. Það gerðist þó ekki en árásir Rússa um helgina eru þær umfangsmestu síðan stríðið hófst fyrir þremur árum.

Trump tjáði sig um þétta í gær og sagðist ekki vera ánægður með það sem Pútín væri að gera. „Hann er að drepa mikið af fólki. Ég veit ekki hver fjandinn gerðist fyrir hann. Ég hef þekkt hann lengi og okkur hefur komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum á borgir og drepa fólk. Við erum í miðjum viðræðum og hann skýtur á sama tíma eldflaugum á Kænugarð og aðrar borgir. Ég kann ekki við þetta, ég veit ekki hvað er að honum,“ sagði hann við fjölmiðlamenn í gærkvöldi.

Trump hélt svo uppteknum hætti á Truth Social í nótt þar sem hann sagði að Rússlandsforseti væri genginn af göflunum.

„Ég hef alltaf átt gott samband við Vladimír Pútín en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er orðinn gjörsamlega BRJÁLAÐUR! Hann er að drepa mikið af fólki að óþörfi og ég er ekki bara að tala um úkraínska hermenn. Það er verið að skjóta á úkraínskar borgir af engri ástæðu.“

Trump sagði síðan að hann hefði alltaf talið að Pútín vildi ná allri Úkraínu undir sig, ekki bara hluta af landinu. Hann varar Rússlandsforseta þó við því að ef hann heldur áfram á sömu braut muni það leiða til falls Rússlands.

„Þetta stríð hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð þeirra Zelenský, Pútíns og Bidens, ekki Trumps,“ sagði hann og bætti við að hann væri bara að reyna að slökkva elda.

Hann gagnrýnir ekki bara Pútín heldur beindi hann spjótum sínum einnig að Zelenský Úkraínuforseta. „Hann er ekki að gera landinu sínu neinn greiða með því að tala eins og hann talar. Allt sem kemur út úr honum skapar vandræði. Mér líkar ekki við það og það þarf að hætta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar