fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Slæm mistök yfirnjósnarans: Gátu fengið einn þann besta fyrir fimm milljónir – ,,Sagði að hann væri of hægur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. maí 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk er af mörgum talinn besti varnarmaður heims í dag en hann er á mála hjá Liverpool á Englandi.

Van Dijk gekk í raðir Southampton frá Celtic árið 2015 og var keyptur til Liverpool þremur árum seinna og hefur spilað glimrandi vel.

Neil Warnock, fyrrum stjóri Crystal Palace, gat fengið Van Dijk á sínum tíma áður en hann skrifaði undir hjá Southampton eftir flotta frammistöðu með Celtic.

Það var yfirnjósnari Palace á þeim tíma sem tók ákvörðun um það að Van Dijk væri of hægur – eitthvað sem kann að hljóma undarlega í dag.

Warnock sér auðvitað eftir því í dag að hafa ekki fengið Van Dijk sem er á lista margra yfir besta varnarmann heims.

,,Sá sem við misstum af var Virgil van Dijk. Mér var boðið að fá hann fyrir fimm milljónir hjá Crystal Palace,“ sagði Warnock.

,,Yfirnjósnari minn sagði að hann væri of hægur og hann endaði hjá Southampton í staðinn. Það er leiðinlegt því ef það vantaði upp á hraðann þá bætti hann upp fyrir það með með leikskilning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta ráðningu á Alonso

Staðfesta ráðningu á Alonso
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn