fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fókus

Píanómaðurinn greindur með heilasjúkdóm

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. maí 2025 21:08

Billy Joel á tónleikum árið 2017. Mynd: Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banda­ríski tónlistarmaðurinn Billy Joel hef­ur verið greind­ur með heila­sjúk­dóm, NPH (e. Normal pressure hydrocephalus). Sjúkdómurinn felst í aukn­ingu á heila- og mænu­vökva í höfði og er heila­bil­un al­geng­ur fylgi­kvilli sjúk­dóms­ins.

„Þetta ástand hef­ur versnað vegna ný­legra tón­leika, sem hef­ur leitt til vanda­mála með heyrn, sjón og jafn­vægi,“ segir í yf­ir­lýs­ingu sem birt var á samfélagsmiðlum Joel í dag. „Mér þykir afar leitt að valda aðdá­end­um okk­ar áhyggj­um og takk fyr­ir skilning ykkar.“

Joel sem er orðinn 76 ára hefur því af­lýst fjölda vænt­an­legra tón­leika sem fara áttu fram í Bandaríkjunum og Bretlandi frá júlí 2025 til júlí 2026. Mörgum tónleikanna hafði áður verið frestað um fjóra mánuði eftir að Joel gekkst undir aðgerð, ekki var greint frá vegna hvers hún var. 

Joel hefur verið í tónlistarbransanum frá 16 ára aldri. Fyrsta plata hans, Cold Spring Harbor, kom út 1971 en seldist illa. Tveimur árum seinna kom Piano Man út. Titillagið  er skálduð endursögn af reynslu Joels af fólki sem hann hitti sem setustofusöngvari (e. Lounge singer) í Los Angeles. Lagið sló í gegn og er líklega þekktasta lag Joel, sem á þó ófáa smelli á löngum ferli. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Talsmaður Denzel Washington tjáir sig um atvikið á rauða dreglinum

Talsmaður Denzel Washington tjáir sig um atvikið á rauða dreglinum
Fókus
Í gær

Popptaktar hjartakrúsarans vekja athygli netverja

Popptaktar hjartakrúsarans vekja athygli netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnd fyrir hrokafulla framkomu: „Lít ég út fyrir að borða kolvetni?“

Gagnrýnd fyrir hrokafulla framkomu: „Lít ég út fyrir að borða kolvetni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Stína selur heillandi miðbæjarperlu

Hanna Stína selur heillandi miðbæjarperlu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“