Enzo Fernandez vill ólmur komast til Real Madrid í sumar, ef marka má spænska blaðið Mundo Deportivo.
Miðjumaðurinn á enn sjö ár eftir af samningi sínum við Chelsea, en hann gekk í raðir félagsins fyrir 106 milljónir punda frá Benfica árið 2023.
Hinn 24 ára gamli Fernandez vill þó komast til Spánar ef marka má þessar fréttir og fjallar Mundo Deportivo um að hann sé þegar farinn að skoða fasteignir í höfuðborginni.
Ljóst er að Fernandez yrði þó ekki ódýr. Hann er enn lykilhlekkur í liði Chelsea og á, sem fyrr segir, ansi mikið eftir af samningi sínum.