fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim sagði eftir tap Manchester United gegn Tottenham í gær að hann væri til í að ganga burt úr stjórastarfinu án þess að fá meira greitt frá félaginu, yrði þess óskað.

Liðin mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær. United er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eftir gærdaginn er ljóst að liðið leikur ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Amorim tók við sem stjóri United af Erik ten Hag í haust en hefur ekki tekist að snúa ömurlegu gengi liðsins við. „Ef fólkinu á bak við tjöldin og stuðningsmönnum finnst ég ekki vera rétti maðurinn mun ég fara án þess að biðja um að fá krónu greidda,“ sagði Amorim eftir leik í gær.

„En ég mun ekki segja upp því ég hef mikla trú á mér í þessu starfi og mun ekki breyta því hvernig ég geri hlutina.“

Breska blaðið The Sun hefur nú tekið saman lista yfir sex menn sem gætu tekið við sem næsti stjóri United ef Amorim fer.

Max Allegri, fyrrum stjóri Juventus, er þar efstur á blaði, en samkvæmt veðbönkum þykir hann líklegastur. Hann hefur verið án starfs síðan í fyrra, en hann á að baki frábær ár hjá Juventus.

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, er einnig nefndur til sögunnar. Þykir hann spennandi þjálfari þó svo að nýliðarnir séu fallnir úr ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn. Tók hann Ipswich upp úr ensku C-deildinni og í úrvalsdeild á tveimur árum.

Jose Mourinho er einnig á listanum. Hann hefur auðvitað áður verið stjóri United og þarf ekki að kynna hann fyrir knattspyrnuaðdáendum.

Mauricio Pochettino hefur fyrr á ferlinum verið orðaður við United og heldur það áfram nú. Er hann fjórði líklegasti til að taka við samkvæmt veðbönkum. Pochettino er í dag landsliðsþjálfari Bandaríkjanna en hann hefur áður stýrt liðum eins og Tottenham og Chelsea.

Loks er Gareth Southgate á blaði. Hann er enn án starfs eftir að hafa hætt sem landsliðsþjálfari Englands í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“