Kevin de Bruyne leikmaður Manchester City bauð til veislu á veitingastað í Manchester í gær til að kveðja leikmenn félagsins.
De Bruyne mun spila sinn síðasta leik fyrir Manchester City um helgina.
Allir leikmenn félagsins mættu og Pep Guardiola stjóri liðsins mætti einnig á hjólinu sína á staðinn.
Leikmenn félagsins fóru snemma heim flestir hverjir en það var að sjálfsögðu Jack Grealish sem fór síðastur heim.
Ensk blöð segja að Grealish hafi farið heim rétt fyrir 02:00 en aðrir leikmenn skilað sér fyrr heim til sín.