Liam Delap framherji Ipswich mun funda með Newcastle sem er eitt af þeim félögum sem vill kaupa enska framherjann í sumar.
Delap er 22 ára gamall og fer frá Ipswich fyrir 30 milljónir punda í sumar.
Delap hefur fundað með Manchester United en það er talið líklegast að hann endi á Old Trafford.
ESPN segir þó að Chelsea gæti heillað Delap meira ef United tapar í úrslitaleiknum gegn Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld.
Delap var áður hjá Manchester City en hefur gert vel í slöku Ipswich liði á þessu tímabili.