Manchester City er komið aftur upp í Meistaradeildarsæti eftir sigur á Bournemouth í kvöld.
Omar Marmoush kom City yfir eftir stundarfjórðung og Bernardo Silva tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleik lauk.
Um miðbik seinni hálfleiks fékk Mateo Kovacic beint rautt spjald fyrir að brjóta sem aftasti maður og City manni færri.
Það varði þó stutt því Lewis Cook fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot skömmu síðar.
Nico Gonzalez bætti við marki í restina en Daniel Jebbison minnkaði muninn fyrir gestina skömmu síðar. Lokatölur 3-1. City er komið upp í þriðja sæti með 68 stig og dugir stig gegn Fulham í lokaumferðinni til að gulltryggja Meistaradeildarsæti.
Bournemouth siglir lignan sjó, líkt og Crystal Palace og Wolves sem mættust í London í kvöld. Unnu heimamenn 4-2 sigur þar sem Eddie Nketiah skoraði tvennu.
Ben Chilwell og Eberechi Eze skoruðu einnig fyrir Palace en mörk Wolves skoruðu Emmanuel Agbadou og Jorgen Strand Larsen.