Eduardo Burgos blaðamaður í Argentínu segir að fjögur stórlið í Evrópu hafi sett sig í samband við Emi Martinez markvörð Aston Villa.
Villa ætlar að selja Martinez í sumar, hann og Unai Emery hafa ekki alltaf átt skap saman og vill Villa fara aðra leið.
„Hann getur farið frá Villa í sumar, stórlið hafa sett sig í samband við hann,“ segir Burgos.
Burgos segir að Manchester United, Chelsea, Barcelon og Atletico Madrid hafi öll verið í sambandi við kappann.
Vitað er að bæði Chelsea og United hefðu áhuga á að skoða stöðu markvarðar í sumar en staða hans ætti að koma í ljós á næstu vikum.