fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Myndband: Stríð meðal netverja eftir hið umdeilda atvik í Kópavogi – „Menn verða að hætta þessu“

433
Þriðjudaginn 20. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot sem dæmt var á Val í gær í aðdraganda þess sem virtist ætla að verða jöfnunarmark liðsins gegn Breiðabliki Bestu deild karla hefur mikið verið í umræðunni. Er hart tekist á um málið á samfélagsmiðlum milli stuðnigsmanna liðanna.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Breiðabliks. Hólmar Örn Eyjólfsson kom boltanum hins vegar í netið í uppbótartíma en markið var ekki dæmt gott og gilt vegna brots hans í aðdragandanum.

Stuðningsmenn Vals fóru í kjölfarið mikinn á samfélagsmiðlum. „Aftur sjáum við íslenskan dómara dæma út frá líkum. Út frá einhverju sem hann heldur að hann sjái. Menn verða að hætta þessu,“ skrifaði Arnar Sveinn Geirsson, sparkspekingur og fyrrum leikmaður liðsins til að mynda.

Freyr Snorrason, harður stuðningsmaður Blika, svaraði þessu með því að birta brot úr Spiideo-myndavél á vellinum sem sýndi annað sjónarhorn en það sem mátti sjá í útsendingu Stöðvar 2 Sport. „Nokkuð viss um að Arnar sjái brot eins og allir á vellinum. Hér er ekki dæmt út frá líkum. Frábær dómgæsla,“ skrifaði hann við myndbandið.

Hlaðvarpsstjarnan Jóhann Skúli Jónsson keypti það ekki að dómur Arnars hafi verið réttur, þrátt fyrir það að hafa séð atvikið frá nýju sjónarhorni. „Ruðningur er ekki til í fótbolta. Mér finnst þetta frekar vera hindrun og nær því að vera víti ef eitthvað. Ótrúlega þreytt að sjá “harða” hafsenta negla sér svona í jörðina. En hann tók sénsinn og græddi, fair play.“

Hilmar Jökull Stefánsson, annar grjótharður stuðingsmaður Breiðabliks, blandaði sér einnig í umræðuna. „Ruðningur er ekki til í fótbolta.“ Okei ? Hólmar hrindir Viktori… enginn að dæma ruðning heldur bara klassíska hrindingu,“ skrifaði hann.

Sitt sýnist hverjum, en hér að neðan má sjá atvikið úr Spiideo-vélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu