Patrice Evra fyrrum bakvörður Manchester United getur ekki mætt á úrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni á morgun vegna andláts í fjölskyldunni.
Evra þarf að fara til Parísar í útför hjá systur sinni sem hafði háð langa baráttu við krabbamein.
„Ég ætlaði að mæta á úrslitaleikinn og styðja ykkur, því miður þarf ég að fara í útför hjá systir minni. Hún hafði barist við krabbamein í 20 ár,“ sagði Evra í myndskeiði.
Hann biður leikmenn liðsins að berjast, það er eina krafan að menn leggi allt í sölurnar.
„Hún barðist, það er það sem ég vil fá frá ykkur. Berjist, fyrir stuðningsmennina, starfsliðið og fólkið í Manchester. Það eru engar afsakanir.“
„Ég hef trú á Amorim, gefið af ykkur drengir. Tottenham hefur miklu að tapa eins og við, þetta er stórt tækifæri fyrir bæði lið.“
„Við erum Manchester United, fólkið trúir á ykkur.“
“There’s no excuse. This is your duty tomorrow.”
Patrice @Evra cannot make the UEL final tomorrow as he will be attending the funeral of his sister after a 20-year battle with cancer.
But WOW, Rúben Amorim should share this in the dressing room ❤️
— UtdDistrict (@UtdDistrict) May 20, 2025