fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

Pressan
Laugardaginn 24. maí 2025 21:52

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Gregory Rogers, sem er 68 ára og fyrrum aðallæknir bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og major í flughernum, segir að 1992 hafi hann lent í aðstæðum sem minni einna helst á atriði úr sjónvarpsþáttaröðinni X-Files.

Hann var þá starfandi í aðstöðu NASA á Cape Canaveral. Majór úr flughernum kom þá að máli við hann og sagðist vilja sýna honum svolítið sem myndi láta hann gapa af undrun.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að Rogers og majorinn hafi sest við tölvu og eftir nokkrar mínútur hafi upptökur, sem virtust vera úr venjulegu flugskýli, birst á skjánum. En það sem var inni í flugskýlinu var langt frá því að vera eitthvað venjulegt.

Rogers segir að þar hafi verið „fljúgandi diskur“, um 6 metrar á breidd og 3 á hæð. Það hafi verið lítill lúga á toppnum. Engin loftnet, engir flugfletir og engin sjáanleg samskeyti. Allt var hvítt, slétt og algjörlega lokað, nema hvað nokkrir dularfullir svartir rétthyrningar hafi verið við lúguna og stöng með snúrum hafi staðið upp úr toppnum.

Hann segir að þetta hafi ekki líkst neinu sem var sett saman af verkfræðinemum eða í miklum flýti. Þetta hafi líkst einhverju öðru.

Hann segir að það næsta sem hann sá, hafi verið eins og atriði úr vísindaskáldsögu. Án þess að nokkur hreyfill væri sjáanlegur og án þess að eitthvað hafi ýtt við afturhlutanum, hafi diskurinn lyft sér rólega upp af gólfinu. Þegar hann hafi svifið um einn metra yfir gólfinu, hafi hann snúist einu sinni til vinstri og síðan einu sinni til hægri. Ekkert hljóð hafi heyrst, engin reykur. Bara einfaldlega svífandi óraunveruleiki.

Þegar hann spurði majorinn hver hefði smíðað diskinn, benti hann bara upp í loftið og sagði: „Við fengum hann frá þeim.“

Rogers fór á eftirlaun í síðasta mánuði og sagðist hafa ákveðið að stíga fram og skýra frá upplifun sinni til að styðja við bakið á öðrum uppljóstrurum sem hafa stigið fram.

Hann segist telja að yfirvöld reyni að leyna sannleikanum, þrátt fyrir að upptökur úr bandarískum orustuþotum og öðrum staðfesti tilvist óþekktra fljúgandi furðuhluta.

„Við þurfum ekki lengur að ræða hvort þeir eru til. Við vitum að þeir eru til,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Noregi – Líkið brennt

Hrottalegt morð í Noregi – Líkið brennt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals
Pressan
Fyrir 3 dögum

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar