Forðastu paník – Fyrst og fremst, það er eðlilegt að vakna um miðja nótt. Svefninn kemur í lotum og líkaminn fer í gegnum marga svefnfasa og þegar svefninn er léttur, þá getur það orðið til þess að við vöknum. Í stað þess verða stressaður yfir að vera ekki sofandi, þá er betra að reyna að sætta sig við stöðuna og einbeita sér að því að finna ró.
Stattu upp ef þú getur ekki sofnað – Ef þú liggur of lengi í rúminu og berst við að sofna, þá getur það í raun gert þér erfiðara fyrir við að sofna aftur. Sérfræðingar mæla með því að fólk fari fram úr og geri eitthvað afslappandi ef það nær ekki að sofna á 15 til 20 mínútum. Lestu bók, gerðu léttar teygjuæfingar eða skrifaðu hugsanir þínar niður. Forðastu bara sterkt ljós og skjái.
Ekki nota símann – Þrátt fyrir að það geti verið freistandi að skoða samfélagsmiðla eða fréttasíður, þá er blátt ljósið frá skjánum einn stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svefntruflunum. Það hamlar framleiðslu melatóníns sem er hormónið sem hjálpar fólki að sofna.