Sky Sports segir að Manchester United muni í næstu viku ganga frá öllum lausum endum og kaupa Matheus Cunha frá Wolves.
Cunha hefur mikið verið orðaður við United síðustu vikur og nú stefnir í að eitthvað gerist.
Enska úrvalsdeildin klárast um helgina og eftir hana mun United setja allt á fullt.
United þarf að greiða 62,5 milljónir punda fyrir Cunha sem er landsliðsmaður hjá Brasilíu.
Sky segir enginn samskipti milli United og Wolves hafa átt sér stað en það verði formsatriði að ganga frá því vegna klásulunnar.