Brunninn bíll sást á bílastæði aftan við stöðina eftir sprenginguna sem var svo öflug að húsið skemmdist.
Frjósemisstöðin er í Palm Springs, sem er austan við Los Angeles. FBI telur að um bílsprengju hafi verið að ræða.
Ron DeHarte, borgarstjóri, sagði að einn hafi látist í sprengingunni. FBI skýrði frá því í gær að tekist hefði að bera kennsl á manninn sem lést. Þetta var 25 ára karlmaður frá Kaliforníu. AP segir að hann hafi skilið eftir sig yfirlýsingar um að mannkynið eigi ekki að fjölga sér. Rannsókn FBI beinist nú að andlegu ástandi mannsins.
Sky News segir að skrifstofuaðstaða hafi skemmst í sprengingunni en rannsóknarstofur og fósturvísar hafi ekki skemmst.