fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Pressan

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 07:00

Sáðfrumur eru bráðnauðsynlegar í frjósemismiðstöðvum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn lést í sprengingu við frjósemisstöð í Kaliforníu á laugardaginn og fjórir særðust. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Brunninn bíll sást á bílastæði aftan við stöðina eftir sprenginguna sem var svo öflug að húsið skemmdist.

Frjósemisstöðin er í Palm Springs, sem er austan við Los Angeles. FBI telur að um bílsprengju hafi verið að ræða.

Ron DeHarte, borgarstjóri, sagði að einn hafi látist í sprengingunni. FBI skýrði frá því í gær að tekist hefði að bera kennsl á manninn sem lést. Þetta var 25 ára karlmaður frá Kaliforníu. AP segir að hann hafi skilið eftir sig yfirlýsingar um að mannkynið eigi ekki að fjölga sér. Rannsókn FBI beinist nú að andlegu ástandi mannsins.

Sky News segir að skrifstofuaðstaða hafi skemmst í sprengingunni en rannsóknarstofur og fósturvísar hafi ekki skemmst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gervisætuefni hafa áður óþekkt áhrif á heilann

Gervisætuefni hafa áður óþekkt áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu

Kona kveikti í vini sínum út af karlrembubrandara – Sagði henni að halda sig í eldhúsinu og var í kjölfarið haldið sofandi í 8 daga á gjörgæslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn