fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fréttir

Öfga hægri maður vinsælastur hjá Pólverjum á Íslandi – Ísland sker sig úr í Evrópu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. maí 2025 10:30

Mentzen hafnaði í þriðja sæti í kosningunum en var vinsælastur á Íslandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjar á Íslandi kusu á allt annan hátt en Pólverjar í öðrum Vestur-Evrópulöndum í fyrstu umferð forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Öfga hægri maður er vinsælastur hjá Pólverjum á Íslandi.

Öfga hægrimaðurinn Slawomir Mentzen var efstur í íslensku kjördeildinni og hlaut 28,5 prósent atkvæða. Alls kusu 5.165 í fyrstu umferðinni en heildarfjöldi Pólverja á Íslandi er 22.693 samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Mentzen vill meðal annars draga Pólland út úr Evrópusambandinu, hætta loftslagsaðgerðum, loka landamærunum og banna þungunarrof jafn vel þó um nauðgun sé að ræða.

Í öðru sæti á Íslandi hafnaði Rafal Trzakowski með 20,35 prósent. Trzakowski er Evrópusinnaður miðjumaður sem vann fyrstu umferðina naumlega. Fékk hann alls 31,36 prósent atkvæða en annar hægri öfgamaður, Karol Nawrocki sem studdur er af flokknum Lög og réttlæti, hlaut 29,54 prósent. Mentzen hlaut 14,8 prósent og hafnaði í þriðja sæti.

Í pólskum miðlum er sagt að gott gengi Mentzen og slæmt gengi Trzakowski á Íslandi sé einsdæmi í kjördeildum í Vestur Evrópu. Almennt hlaut Trzakowski glimrandi kosningu hjá brottfluttum Pólverjum.

Sjá einnig:

Öfgaflokkur með mikinn stuðning meðal Pólverja á Íslandi – Sérstaklega í Reykjanesbæ

Trzakowski hlaut 35,91 prósent hjá Pólverjum í Bretlandi, 37,68 prósent í Írlandi, 40,86 prósent í Þýskalandi, 29,38 prósent í Hollandi, 36,05 prósent í Belgíu, 49,70 prósent á Spáni og 41,79 prósent í Frakklandi.

Athygli vekur að Nawrocki hlaut yfirleitt mjög slæma kosningu á meðal brottfluttra Pólverja í Evrópu og hafnaði oft í fjórða eða fimmta sæti. Á meðal Pólverjar í Bandaríkjunum hlaut hann hins vegar 42,3 prósent.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi