Það búast flestir við því að markvörðurinn Emiliano Martinez sé búinn að spila sinn síðasta leik á Villa Park en hann er markvörður Aston Villa.
Martinez virtist kveðja Villa á föstudag er liðið spilaði við Tottenham en hann táraðist eftir 2-0 sigur sem var mjög mikilvægur í Meistaradeildarbaráttunni.
Unai Emery, stjóri Villa, hefur tjáð sig um stöðuna en hann veit sjálfur ekki hvað mun gerast í sumarglugganum.
,,Við sjáum til. Auðvitað er þetta síðasti leikur okkar á heimavelli á tímabilinu en ég veit ekki meira,“ sagði Emery.
,,Við þurfum að sjá hvað gerist með leikmenn í framhaldinu en þeir eru að gera sitt á vellinum.“