Pep Guardiola hefur gagnrýnt enska knattspyrnusambandið fyrir það að úrslitaleikur enska bikarsins sé í dag gegn Crystal Palace.
Guardiola er ekki ánægður þar sem City sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti þarf að spila gegn Bournemouth þremur dögum seinna.
Bæði Manchester United og Tottenham fengu að spila í gær vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar en City þarf að taka því að fá töluvert færri frídaga fyrir sinn mikilvæga leik í deild.
,,Tottenham spilar gegn Aston Villa á föstudag vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það er góð ákvörðun – ég er ekki að vera kaldhæðinn,“ sagði Guardiola.
,,Enska úrvalsdeildin tók góða ákvörðun. Við erum alltaf að spila útsláttarleiki á miðvikudögum á útivelli og svo svo næsta leik á laugardag.“
,,Við höfum barist gegn þessari stöðu í níu ár, á hverju einasta tímabili. Við munum spila aftur á þriðjudaginn gegn mjög öflugu liði í Bournemouth sem eru að berjast um sæti í Evrópudeildinni og við þurfum að taka því.“