Þorkell Máni Pétursson er gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.
Það er farið um víðan völl í þættinum, Máni er stjórnarmaður KSÍ í dag og er farið yfir starfið þar og einnig veðmálastarfsemi á Íslandi, sem er honum mikið hjartans mál.
Fréttir vikunnar og helstu íþróttaviðburðir eru þá einnig til umræðu, en mikið gekk á í vikunni.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu á helstu hlaðvarpsveitum.