Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
KR tók á móti ÍBV í Laugardalnum í áhugaverðum Bestu deildarslag. Atli Sigurjónsson kom Vesturbæingum yfir eftir hálftíma leik en skömmu síðar jafnaði Oliver Heiðarsson fyrir Eyjamenn. Staðan í hálfleik var 1-1.
Heimemenn leituðu að marki frá því flautað var til leiks á ný en það var hins vegar Hermann Þór Ragnarsson sem kom ÍBV yfir á 64. mínútu. Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði nokkrum mínútum síðar og spennandi lokakafli framundan.
Þar höfðu nýliðar ÍBV betur, en Omar Sowe kom þeim yfir á 81. mínútu áður en Oliver skoraði sitt annað mark til að gulltryggja 2-4 sigur.
ÍA tók þá á móti hinum nýliðum Bestu deildarinnar í Aftureldingu og unnu gestirnir frábæran 0-1 sigur með marki Benjamin Stokke eftir um klukkutíma leik.
Loks vann Keflavík 5-2 sigur á Víkingi Ólafsvík á heimavelli. Muhamed Al Ghoul gerði þrennu í leiknum en Ari Steinn Guðmundsson og Kári Sigfússon gerðu sitt hvort markið fyrir heimamenn. Luis Romero og Kwame Quee gerðu mörk Ólsara.