Real Madrid er í leit að miðverði fyrir félagaskiptagluggann í sumar og eru þrjú nöfn á blaði.
Það virðist líklegast að Dean Huijsen, tvítugur leikmaður sem hefur slegið í gegn með Bournemouth á leiktíðinni, endi hjá Real Madrid.
Spánverjinn er með 50 milljóna punda klásúlu í samningi sínum og þráir heitt að spila fyrir Real Madrid. Hefur hann einnig vakið áhuga félaga eins og Chelsea og Liverpool.
Þá er Ibrahima Konate hjá Liverpool einnig á óskalistanum, en hann á ár eftir af samningi sínum á Anfield.
Loks er Saliba leikmaður sem Real Madrid dreymir um að fá en það yrði sennilega of dýrt í sumar. Frakkinn á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid.
🚨 Real Madrid have Dean Huijsen, William Saliba and Ibrahima Konaté on their shortlist for new centre back.
Huijsen has £50m clause and he’s keen on joining Real Madrid, waiting for the club to move while Chelsea and Liverpool keep pushing.
Saliba, dream target for… pic.twitter.com/3CCR3uZJtI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2025