Tvö félög í ensku úrvalsdeildinni skoða þann möguleika að sækja Mason Greenwood frá Marseille í sumar. Telegraph segir frá.
Greenwood er á sínu fyrsta tímabili hjá Marseille eftir að hafa verið keyptur þangað frá Manchester United síðasta sumar. Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Getafe á Spáni.
Enski sóknarmaðurinn er hins vegar sagður með heimþrá og vill hann aftur til Englands, þaðan sem hann í raun neyddist til að fara í kjölfar ásakanna um kynferðisbrot þar í landi eins og mikið var fjallað um á sínum tíma.
Það eru einmitt skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt til Englands vegna fortíðar hans. Telegraph segir að á meðal fjölskyldu hans og vina sé það staðan einnig og að sumir telji hann ekki tilbúinn í að snúa aftur.