Það stefnir í að Arsenal endi þriðja tímabilið í röð í næst efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Góðar frammistöður hafa ekki skilað titli.
Arsenal er nokkuð langt á eftir Liverpool núna en hafði elt Manchester City árin tvö þar á undan.
Á síðustu þremur tímabilum hefur Arsenal sótt 241 stig í pokann sem er aðeins fjórum stigum minna en City.
Liðið hefur svo sótt sér níu stigum meira en Liverpool en það hefur engu skilað.
City hefur unnið deildina tvisvar og Liverpool einu sinni.