Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool tekur á móti Arsenal á Anfield.
Liverpool er aðeins að keppa stoltinu í þessum leik enda er liðið búið að tryggja sér titilinn þetta árið.
Arsenal þarf þó á stigum að halda í Meistaradeildarbaráttu og mun leggja allt í sölurnar fyrir þrjú stig.
Hér má sjá byrjunarliðin í þessum leik.
Liverpool: Alisson; Bradley, van Dijk, Konaté, Robertson; Jones, Gravenberch; Salah, Szoboszlai, Gakpo; Jota
ArsenaI Raya; White, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly; Odegaard, Thomas, Merino; Saka, Trossard, Martinelli