Ruben Amorim hefur staðfest það að það séu engar líkur á því að félagið muni selja fyrirliða sinn Bruno Fernandes í sumar.
Fernandes er orðaður við ýmis félög þessa dagana en hann er líklega mikilvægasti leikmaður enska liðsins.
Amorim veit af áhuga frá öðrum liðum en hefur engan áhuga á að selja landa sinn fyrir næsta keppnistímabil.
,,Það er ekki bara Sádi Arabía, mörg félög vilja fá Bruno Fernandes og eru tilbúin að gera það ómögulega,“ sagði Amorim.
,,Hann er hins vegar ekki til sölu, hann verður okkar leikmaður í mörg ár til viðbótar.“