Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Hörður Snævar Jónsson fóru yfir allt það helsta í Íþróttavikunni á 433.is, en þættirnir koma út vikulega á 433.is.
Stjarnan hefur spilað undir væntingum í Bestu deild karla það sem af er og hefur liðið nú tapað þremur leikjum í röð.
„Þeim (stuðningsmönnum) var seld einhver hugmynd um að Jökull (Elísabetarson þjálfari) spilaði skemmtilegan fótbolta, og það var þannig fyrsta árið, en síðan þá hefur þetta bara ekki verið nógu gott. Þeir fóru ömurlega af stað í fyrra og voru að elta rassgatið á sjálfum sér.
Ég skil alveg pirring stuðningsmanna að einhverju leyti. Þeir eru held ég ekki að biðja um titilinn, þeir vilja bara vera nálægt Evrópusætunum,“ sagði Hrafnkell í þættinum.