Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Hörður Snævar Jónsson fóru yfir allt það helsta í Íþróttavikunni á 433.is, en þættirnir koma út vikulega á 433.is.
Ferð með Guðmundi Benediktssyni á leik með syni hans, Alberti Guðmundssyni, seldist á 8,1 milljón á herrakvöldi Þórs á dögunum, en það er um 3 milljónum krónum meira en saman ferð seldist á í fyrra.
„Sami gaur keypti þetta í ár á 8,1 milljón. Og það var ekki bara þetta, þeir seldu happdrættismiða fyrir 5 milljónir, sem er rosalegt. Hann sagði við þá að hann hefði örugglega farið í svona 15 milljónir ef einhver hefði mætt mér,“ sagði Hrafnkell.
„Þá er þetta ekki flókið plan fyrir Þórsara á næsta ári. Þeir verða bara með sinn mann úti í sal sem hækkar þetta upp að 15,“ sagði Hörður þá léttur og hélt áfram.
„Félagsandinn sem þú finnur í Þór, ég hef eiginlega aldrei séð svona þéttan stuðningsmannakjarna þar sem allir brenna fyrir félagið sitt.“