fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn sádiarabísku deildarinnar eru stórhuga fyrir sumarið og má búast við því að enn fleiri stórstjörnur mæti í deildina. Sky Sports fjallar um málið.

Það vakti mikla athygli sumarið 2023 þegar félög í deildinni sönkuðu að sér stórum nöfnum. Má þar nefna Neymar og Karim Benzema, en Cristiano Ronaldo kom í deildina nokkrum mánuðum fyrr.

Þetta sumar eyddu félög í deildinni yfir 700 milljónum punda. Dróst þessi eyðsla mikið saman í fyrra, eða um 50 prósent, og var meiri áhersla sett á að sækja unga leikmenn.

Í sumar má þó gera ráð fyrir að deildin sæki ansi stór nöfn og eru Bruno Fernandes, Jack Grealish og Victor Osimhen á meðal nafna á blaði.

Í bland verður lögð áhersla á að semja við virkilega spennandi unga leikmenn, eins og gert var með því að ná í Jhon Duran til Al-Nassr í janúarglugganum.

Félög í deildinni hafa þó einnig fengið að vita að þau hafi ekki ótakmarkað fjármagn milli handanna og að þau þurfi að reka sig eins og góð fyrirtæki. Því fylgir að selja leikmenn einnig og þess háttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot