fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

Pressan
Fimmtudaginn 8. maí 2025 03:11

Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega hundrað dagar síðan Donald Trump tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í annað sinn. Þegar hann var settur í embætti stóð eiginkona hans, Melania, við hlið hans en síðan þá hefur ekki mikið sést til hennar.

AFP hefur eftir sagnfræðiprófessornum Katherine Jellison að fjarvera Melania frá sviðsljósinu sé „stórt og mjög athyglisvert“ brot á hefðum.

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar forsetafrúrnar, að minnsta kosti hjá síðustu kynslóðum. Ég verð að fara allt aftur til Bess Truman í lok fimmta áratugarins og upphafs þess sjötta til að finna forsetafrú sem lét svo lítið fyrir sér fara,“ sagði Jellison.

Á fyrra kjörtímabili Trump og aftur núna, hefur Melania að mestu haldið sig fjarri sviðsljósinu og látið lítið fyrir sér fara.

Þegar Trump sigraði í kosningunum 2016, valdi Melania að búa áfram í New York um hríð eftir að eiginmaðurinn flutti í Hvíta húsið. Þetta gerði hún til að sonur þeirra, Barron, gæti lokið skólaárinu í skólanum sínum.

En áhugafólk um Melania getur tekið gleði sína því síðar á árinu verður ný heimildarmynd, sem streymisveitan Amazon Prime hefur tryggt sér sýningarrétt, sýnd. Í myndinni verður að sögn skyggnst á bak við tjöldin í lífi Melania.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna