Kelsey Noah 29 ára og David Albin 32 ára giftu sig í regnvotri athöfn sem haldin var í kirkjugarði í Boone í Norður-Karólínu þann 2. maí. Brúðhjónin og 20 brúðkaupsgestir þeirra klæddust öll svörtu fyrir stóra daginn.
„Við vorum mjög háð „þar til dauðinn aðskilur okkur“ hluta brúðkaupsheitanna og hugsuðum: „Af hverju byrjum við ekki þetta samstarf þar sem við munum að lokum enda?“ segir Noah við People.
„Við giftum okkur í kirkjugarði vegna þess að við erum hræðilegir litlir furðufuglar“ skrifaði brúðurin við myndband af athöfninni. Myndband hennar hefur fengið yfir 3,5 milljónir áhorfa og 600 þúsund látið sér líka við það.
Noah segir að ástarsaga hennar sé eitthvað sem Morticia og Gomez í Addams fjölskyldunni myndu vera stolt af. Eins og ættmóðir Addams fjölskyldunnar klæddi Noah sig í svartan alkæðnað í stað hefðbundins hvíts brúðarkjóls. Sítt og kolsvart hár hennar var prýtt svörtum blúndudúk sem virkaði eins og blæja. Mínútum fyrir athöfnina gaf móðir Noah henni vönd af blóðrauðum nellikum. Móðir Albin bætti við einni svartri rós. Albin klæddist svartri rúllukragapeysu og svörtum frakka.
„Á giftingarhringnum mínum stendur „til dánardags“, segir Noah. „Ég hef alltaf verið aðdáandi hins drungalega og hryllingsþema í heild sinni hefur spilað stórt hlutverk í því hver ég er. Þegar við David hittumst fór hann hægt og rólega að flétta þessi áhugamál inn í líf sitt líka.“
Athöfnin tók innan við tíu mínútur og sáu starfsmenn kirkjugarðsins um að engin gröf væri tekin sama dag.
@redrum.reads we got married in a cemetery because we’re spooky little weirdos 🖤💀 special thank you to @Hannah 📚✨🌱 for officiating this strangely wonderful wedding #wedding #weddingday #cemetery #horrortok #horror ♬ som original – 𝓋𝒾𝒸𝓀🍷
Noah og Albin, sem trúlofuðu sig árið 2023, ætla fljótlega að halda aðra brúðkaupsathöfn á Ítalíu. Parið hefur verið saman í fimm ár og það kom engum ættingja þeirra eða vina á óvart þegar þau sögðust ætla að gifta sig í kirkjugarði.
„Það er sagt að maður sé elskaður þegar fólk þekkir mann, og fólk þekkir augum. Það fannst engum þetta skrýtið. Ég sé um bókaklúbb með Hönnu, konunni sem gaf okkur saman, og margir vinir okkar í bókaklúbbnum mættu þennan dag ásamt fjölskyldum okkar og vinum. Sumir deila ást okkar á dekkri hliðum hlutanna og sumir gera það ekki en allir mættu svartklæddir.“
Noah er markaðssérfræðingur á daginn og bókaáhrifavaldur á kvöldin. Á samfélagsmiðlum sínum fer hún yfir bækur sem allar eru með hryllingsþema. Hjónin vinna bæði í fjarvinnu og búa í Appalachian fjöllunum með köttunum tveimur, Serönnu og Loomis.
„Þegar við erum ekki í kirkjugarðinum geturðu fundið okkur heima,“ segir Noah. „Við erum alltaf heima þar sem við erum að fylgjast með nýjustu þáttaröðinni af From, Yellowjackets eða einhverju sem Mike Flanagan býr til.“