fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Wenger segir Trent ekki segja satt – Útskýrir hvernig Real Madrid gerir hlutina þegar þeir vilja stórstjörnu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger fyrrum stjóri Arsenal segir það af og frá að Trent Alexander-Arnold hafi nýlega tekið þá ákvörðun að fara til Real Madrid.

Hann segir frá því hvernig Real Madrid gengur til verks þegar þeir vilja fá leikmann sem kostar sitt.

„Þetta sýnir bara hvernig leikurinn er að breytast, það er ekkert kaupverð fyrir stóru leikmennina. Þeir klára samningana því launin eru svo gríðarleg,“ sagði Wenger.

GettyImages

„Real Madrid byrjar þegar tvö ár eru eftir af samningi, segjast vilja kaupa þig og bjóða þér þessi laun, Þeir gera svo tilboð, þeir segjast koma aftur að ári þegar eitt ár er eftir af samningi. Ef það virkar ekki þá láta þeir vita að þeir taki leikmanninn frítt.“

„Svona gerðu þeir þetta þegar þeir tóku Kylian Mbappe.“

Getty Images

Wenger segir að samtalið við Trent hafi byrjað fyrir löngu. „Það er svo langt síðan að Real byrjaði að tala við Trent.“

Trent hefur haldið því fram að hann hafi nýlega tekið ákvörðun en Wenger segir það af og frá. „Þetta gefur Liverpool tíma til að finna annan varnarmann, það verður erfitt að fylla skarð hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa