Inter er komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlega endurkomu og dramatík gegn Barcelona í kvöld.
Heimamenn í Inter voru í gír í fyrri hálfleik þar sem Lautaro Martinez og Hakan Çalhanoğlu sáu um að skora mörkin.
Heimamenn í góðri stöðu eftir 3-3 jafntefli liðanna í fyrri leiknum.
Börsungar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og það sást í síðari hálfleik. Eric Garcia lagaði stöðuna áður en Dani Olmo jafnaði eftir klukkutíma leik.
Það var svo Raphinha á 88 mínútu sem kom Barcelona í 2-3 og allt stefndi í að spænski risinn færi áfram. Það var hinn 37 ára gamli Fransesco Acerbi sem tók það ekki í mál og jafnaði hann 3-3 á 95 mínútu.
Staðan samanlögð 6-6 og ljóst var að framlengja þurfti leikinn, þar var það Davide Frattesi sem tryggði Inter sigurinn með góðu marki. Yann Sommer markvörður INter varði á köflum stórkostlega og reyndist hetja liðsins.
Inter vann samanlagt 7-6 og mætir PSG eða Arsenal í úrslitum Meistaradeildarinnar.