283, sem búa nærri bækistöðinni, sem heitir Starbase, voru á kjörskrá og greiddu atkvæði um hvort gera eigi Starbase að bæjarfélagi með saman nafn. AFP skýrir frá þessu.
Starbase er í Boca Chica Bay sem er nærri landamærum Texas og Mexíkó. SpaceX hefur verið með skotpall þar síðan 2019 en hann gegnir lykilhlutverki í geimskotsstilraunum.
Kjósendurnir 283 eru allir annað hvort starfsmenn SpaceX eða tengdir fyrirtækinu á annan hátt.
Skömmu eftir að kjörstaðnum var lokað birti Musk færslu á X og sagði: „Starbase í Texas er nú alvöru bær!“
Niðurstaða kosninganna var að 97,7 kjósendanna studdu tillöguna um að gera Starbase að bæ.
Svæðið, sem bærinn nær yfir, er að mestu í eigu SpaceX eða starfsfólks fyrirtækisins.
Með því að gera Starbase að bæ, verður meðal annars hægt að innheimta skatt af íbúunum og setja reglur eins og í öðrum bæjum, til dæmis verður hægt að koma á byggingarreglugerð.
Bobby Peden, sem er starfsmaður SpaceX, verður væntanlega bæjarstjóri.