fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. maí 2025 11:30

Katrín var spurð út í stöðuna á norðurslóðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að framtíð Grænlands sé björt. Landið eigi ekki að ganga kaupum og sölum.

Þetta sagði Katrín í viðtali við indverska blaðið The Print í tilefni af fundi Arctic Circle India Forum í Noregi í þessum mánuði. Í ljósi spennunnar á norðurslóðum var Katrín meðal annars spurð út í stöðu Grænlands.

„Þrjú lönd sem mynda konungsríkið Danmörku, það er Danmörk, Grænland og Færeyjar. Grænland er land með mikla menningu, íbúa með mjög sérstaka menningu og tungumál. Eins og svo margir hafa sagt, Grænland er hvorki hægt að kaupa né selja,“ sagði Katrín í viðtalinu.

Að baki liggja hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð Grænlands sem hafa ekki farið fram hjá neinum. En hann hefur ekki útilokað að nota hervald til þess að innlima landið inn í Bandaríkin. Hafa þessar hótanir varpað skugga á og sett allt vestrænt varnarsamstarf í háaloft. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki og hafa verið nánir bandamenn í áratugi.

Málið er Íslendingum ekki óviðkomandi og hafa sumir bent á það að ef Bandaríkin ráðast inn í og hertaka Grænland þá gæti Ísland einnig verið í hættu, það er út af landfræðilegri legu landsins.

„Grænlendingar eru okkar næstu nágrannar á Íslandi. Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og hitt marga grænlenska vini,“ sagði Katrín. „Grænland er ekki varningur til að kaupa og selja.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu