Leeds hefur tryggt sér sigur í ensku Championship deildinni en lokaumferð deildarinnar fór fram í dag.
Leeds vann lið Plymouth 2-1 á útivelli en það síðarnefnda er fallið í þriðju efstu deild eftir tapið.
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth og hvort hann haldi áfram að spila með liðinu í þeirri deild er óljóst.
Luton er einnig fallið sem kemur mörgum á óvart en liðið var í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Burnley fer upp ásamt Leeds en bæði lið eru með 100 stig – Leeds er hins vegar með betri markatölu.
Sheffield United, Sunderland, Coventry og Bristol City fara í umspil um að komast í efstu deild.