Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en þrjú af þessum liðum eru öll fallin úr efstu deild.
Leicester vann sjaldgæfan sigur er liðið mætti Southampton en þeim leik lauk með 2-0 sigri bláklæddra.
Jamie Vardy var á meðal markaskorara Leicester en hann er að yfirgefa félagið í sumar.
Hinn leikurinn var fjörugri en Everton fékk þar Ipswich í heimsókn sem er fallið úr úrvalsdeildinni.
Everton komst í 2-0 í leiknum en tapaði þeirri forystu niður í leik sem lauk 2-2.