Amad Diallo kantmaður Manchester United snéri aftur á völlinn í gær í 0-3 sigri á Athletic Bilbao í Evrópudeildinni.
Diallo hafði verið lengi frá en endurkoma hans er kærkomin nú undir lok tímabilsins.
Diallo var í gír eftir leik í gær og birti skoptmynd af félaga sínum Harry Maguire. Varnarmaðurinn bjóa þá til fyrsta mark leiksins.
Maguire sólaði þá mann og annan og kom boltanum fyrir, eitthvað sem minnti Diallo á hinn magnaða Diego Maradona.
Diallo birti því mynd af Maguire á líkama Maradona sem vakið hefur kátínu.